þriðjudagur, apríl 03, 2007
vesper
Heit golan var orðin óþægileg. Ég vildi frekar hafa rakann þegar ég reykti síðustu smókana af sígarettunni minni á veröndinni. Fólk var úti á götum að fagna. Stóri óvinurinn dáinn. Loksins. Mér fannst hljóðið í fagnaðarlátunum ógeðslegt. Fékk ælubragð í munninn. Ekki næstum eins fullnægjandi og það var í fyrstu. Fólkið var að öskra nafnið mitt.
Það bar fyrir útlínum tunglsins á himninum. Helvítis tunglið. Auli að láta sjá sig um miðjan dag. Á tíma sólarinnar, aldeilis djarfur. Dagurinn, tími sólarinnar, og þennan dag tími minn. Þegar mannskarinn elskaði mig loksins. Ég var einn af þeim. Og um leið versti óvinur.
Myshkin ♥
1:46 f.h.